LÚXUSHÚS Í NORÐRI -

SVARTABORG

Hjónin Rósa og Snæbjörn eru bæði sjálfstætt starfandi hönnuðir sem búa á Rangá með börnum sínum tveimur Jóhönnu og Jóni.  Rangá var byggð af afa og ömmu Rósu og keyptu þau jörðina 2018, gerðu upp gömlu húsin og byggðu upp Svörtuborg sem opnuð var sumarið 2020.  Hjónin hafa átt farsælan feril sem hönnuðir um árabil og ráku þau hönnunarstúdío og gallerí í Reykjavík áður en þau ákváðu að leita norður í meira næði.  Fjölskyldunni líður vel nær náttúrunni fögru sem Norðurland hefur uppá að bjóða og unir sér vel í sveitasælunni í Kaldakinn.

STAÐSETNING

Svartaborg er frábærlega staðsett á Norðurlandi.  Stutt er í perlur á borð við Mývatn, Skjálfandaflóann, Goðafoss, Ásbyrgi, Dettifoss og Akureyri svo eitthvað sé nefnt.  Er því upplagt að dvelja um tíma og fara í hinar ýmsu dagsferðir og nýta sér afþreyingu svæðisins á borð við Sjóböðin á Húsavík, Jarðböðin við Mývatn, hvalaskoðun, hestaferðir, golf, sund, veiði og margt fleira fleira sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Fullkomið fyrir skíðafólk þar sem hægt er að stíga beint á fjallaskíðin úr húsunum og troðum við einnig göngubrautir fyrir gönguskíðafólk rétt við húsin.  Stutt er í skíðalyftur á Akureyri (40 mín) og Húsavík (30 mín).